Spurt & svarað

Spurt & svarað

Hvernig eru dýnur Dýnusölunnar samanborið við aðrar dýnur sem seldar eru á Íslandi?

Dýnur eru margskonar og úr margskonar efni.  ESJA dýnan er marglaga springdýna sem hefur verið framleidd í yfir 15 ár.  Hún stenst fyllilega samanburð við það besta sem fæst í þessum flokki dýna.

 

Er ekki skrýtið að kaupa dýnu án þess að hafa prófað hana?

Ein af ástæðunum fyrir mjög góðu verði á ESJU dýnunni kr. 89.900 m/vsk er sú að við erum ekki með verslun eða sýningarrými. Um helmingur dýna eru seldar á netinu í dag.  ESJA er meðalstíf/stíf dýna sem er lang algengasta tegundin sem hentar flestum.  Þú getur prófað springdýnur af þessari stífni og ef það passar, geturðu verið svo til fullviss um að ESJA mun uppfylla þínar kröfur og jafnvel meira til.

 

Af hverju koma dýnurnar í kassa ?


Langflestar springdýnur sem eru framleiddar í heiminum koma í kassa.  Þegar dýnur eru seldar í hefðbundum verslunum hafa þær verið teknar úr kassanum.  Þegar dýnan kemur úr framleiðslu er henni pakkað í loftþéttar umbúðir í þar til gerðri pökkunarvél og sett í kassa.  Kassinn er ca 32x32x160cm.

 

Er erfitt að setja dýnuna upp ?

Það þarf ekkert að gera nema taka hana úr kassanum og skera plast utan af dýnunni með þar til gerðum plastskera sem fylgir með.  Notið ekki skæri, hnífa eða önnur beitt verkfæri, aðeins plastskerann sem fylgir með.  Á örfáum sekúndum eftir að loftæming  hverfur, sprettur dýnan fram og fer í sitt form.

 

Má sofa á dýnunni strax ?

Já, ekkert mál.  Það tekur svo dýnuna um það bil viku að móta sig alveg, en það er eitthvað sem þú finnur ekki fyrir.

 

Fer stundum eitthvað úrskeiðis þegar dýnan réttir sig eftir að umbúðir eru teknar af henni?

Nei, aldrei, þessi aðferð hefur verið notuð um árarugaskeið.

 

Eru einhverjar leiðbeiningar til um þettta ?

Það fylgja leiðbeiningar í kassanum, og svo er hér á síðunni Hvernig virkar þetta ? hluti þar sem farið er vel yfir hvernig þetta gerist.  Þetta er mjög einfalt !

 

Sendiði um allt land?

Já við sendum um allt land með Samskipum.  Hægt er að sjá nánar um afgreiðslu, sendingarmáta og sendingarkostnað hér á síðunni undir Afgreiðsla & sendingar.

 

Kemur ESJA í öðrum stærðum en 160x200 ?

Eins og er kemur EJSA ekki í öðrum stærðum.  160x200 er algengasta dýnustærðin.  Það má  vel vera að í framtíðinni bjóði Dýnusalan upp á aðrar stærðir og aðrar tengundir af dýnum.

 

Af hverju er þessi dýna til sölu ?

Dýnan ESJA hefur verið framleidd í yfir 15 ár og er mjög vinsæl víða í heiminum.  Þessi frábæra reynsla viðskiptavina varð til þess að ákveðið var að byrja á að bjóða upp á þessa tegund á Íslandi í fyrsta sinn.

 

Ef þú hefur frekari spurningar er velkomið að senda póst á dynusalan@dynusalan.is Við svörm póstum eins fljótt og mögulegt er !

Takk fyrir að velja Dýnusöluna og til hamingju með nýju lúxusdýnuna þína sem þú fékkst á svona líka æðislegu verði !  89.900.- krónur.

© Dýnusalan 2023