Hvernig virkar þetta ?

Dýnurnar okkar koma í kössum heim að dyrum, eða á næsta dreifingarstað á landsbyggðinni.  Það er mjög auðvelt að koma dýnunni upp, það  þarf bara að taka hana úr kassanum og skera svo plastið utan af og þá réttir dýnan úr sér á nokkrum sekúndum.  Hún er tilbúin til notkunar strax, en gormakerfið nær fullum styrk á 4-5 dögum.  ATH. það má samt sofa á henni strax, ekkert mál.

Langflestar springdýnur eru pakkaðar inn í kassa eins og hjá Dýnusölunni, en oft eru þær teknar úr kössunum og svo stillt inn í verslanir.  Dýnusalan selur allar sínar dýnur á netinu en um helmingur dýna í heiminum selst núorðið í gegnum netið.

Með því að hafa dýnurnar í kössunum, sparast lagerpláss og heimsending verður þægilegri og það ásamt ýmsu öðru kemur fram í mjög hagstæðu verði á dýnunum okkar.

Dýnurnar eru massívar, um 40kg á þyngd og við mælum því eindregið með að tveir hjálpist að við að "un-boxa" dýnuna, taka hana úr kassanum og taka plastið af.

Þegar þú tekur dýnuna úr kassanum og tekur svo plastlögin utan af henni, ekki nota skæri, hníf eða annað beitt verkfæri en í kassanum er sérstakur hnífur sem notaður er til að skera plastið af.  Plastið er í tveimur lögum og lofttæmt.  Það má skera bæði lögin með plasthnífnum í einu eða fyrst ytra lagið og svo innra.  Þegar plastið rofnar, þenur dýnan sig út á örfáum sekúndum, fjarlægðu þá plastið.

Plastskerinn sem fylgir í kassanum

 Það skiptir ekki máli á hvorum endanum kassinn er opnaður.  Þegar kassinn er opinn, dragiði dýnuna varlega út, gott er að einn dragi dýnuna og annar haldi við kassann.  Passið að ekkert sé á fletinum sem getur rifið plastið.  Finnið plastskerann í kassanum.

Komið upprúllaðri dýnunni fyrir nálægt rúmbotninum eða þar sem hún á að fara.  Skerið varlega með plastskeranum sem fylgir með ytra lagið (ef bæði lögin eru skorin, er það allt í lagi, þá sprettur dýnan fram og þið takið plastið frá).

Rúllið dýnunni út í innra plastinu þannig að hún liggi flöt.  Notið plastskerann sem fylgti með til að opna opna á endanum.  Dýnan er í loftþéttum umbúðum, og um leið og þær eru opnaðar þenst dýnan hratt út og fer í sitt form.  Takið plastið jafnóðum af.  Engar áhyggjur þarf að hafa af þessu, dýnurnar ná undantekningalaust sínu formi.

Þegar dýnan hefur þanist út, er hægt að nota hana strax.  Það tekur um 7 daga fyrir dýnuna að ná fullkomnu lagi, sér í lagi áföstu yfirdýnunni.  

Lyftið dýnunni í sameiningu þar sem hún á að vera.  Dýnan er um 40kg og um að gera að vanda sig með nýju dýnuna !  Gjörið svo vel og njótið svefnsins á nýju lúxusdýnunni ykkar !

Svona kemur dýnan til ykkar:

Plastskerinn sem fylgir með í kassanum lítur svona út:

 Hér er búið að opna kassann:

Svo er dýnan dregin varlega úr kassanum:

Hér má sjá hvernig dýnan er eftir nokkra daga:

 

© Dýnusalan 2023